Dagur íslenskrar tungu

Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur las sögu
Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur las sögu

Á föstudaginn sl. héldum við dag íslenskrar tungu hátíðlegan. Nemendur og starfsfólk komu saman á sal og sungu. Ný kjörinn formaður nemendaráðs, Baldur Ásgeirsson hélt ræðu og Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur heiðraði okkur með nærveru sinni og las sögu sem hún skrifaði sérstaklega fyrir skólann. Hér má sjá nokkrar myndir frá samkomunni.