Dagur íslenskrar tungu - myndir

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Naustaskóla í dag. Skólinn var settur í hátíðarbúning og skreyttur með íslenska fánanum. Bæði nemendur og starfsfólk lögðu niður störf klukkan níu og settust niður og lásu í bók í 20 mínútur. Efnt var til ljóðakeppni í tilefni dagsins og margir fundu ljóðskáldið innra með sér og sendu inn ljóð. Hér má sjá myndir frá þessum ánægjulega degi.