Brunaæfing í Naustaskóla

Í morgun fór fram fyrsta brunaæfing vetrarins í Naustaskóla. Nemendur og starfsfólk fengu að þessu sinni að vita af aðgerðinni fyrirfram og í kjölfarið fóru stjórnendur yfir verklag og framkvæmd rýmingarinnar. Nemendur stóðu sig vel og voru fljótir að koma sér út úr húsi í röðum og út á íþróttavöll.