Bíó og snakkdagur!

Eftir vel heppnaða árshátíð og mikla vinnu síðustu vikna fyrir hana var uppbrotsdagur í skólanum sl. föstudag. Stöðvar voru settar upp um allan skóla þar sem boðið var upp á dans, spil, föndur, leiki í íþróttahúsinu og horft á bíómyndir. Nemendur og starfsfólk mætti í sparifötum og í hádeginu var boðið upp á hátíðarmat. Nemendur og starfsfólk héldu því glaðbeittir í frí og óskum við öllum gleðilegra páska. Hér má sjá myndir frá deginum!