Árshátíð

Í gær áttu nemendur, foreldrar og starfsfólk Naustaskóla ljómandi góðan dag á árshátíðinn okkar. Á sviðinu unnust óteljandi leiksigrar og leikgleðin var allsráðandi. Við þökkum foreldrum og aðstandendum kærlega fyrir að koma og taka þátt í þessum degi með okkur. Fyrir hönd 10. bekkjar þökkum við kærlega fyrir allt kaffibrauðið sem þið foreldrar lögðuð til. Það gladdi munn og maga.