Aðalfundur foreldrafélagsins!

Kæru foreldrar,

Nú er komið að því að halda árlegan aðalfund foreldrafélags skólans. Hann verður haldinn miðvikudaginn 18. september kl. 20:00 – 21:00 í sal skólans og verður bæði byrjað og stoppað á réttum tíma.

Efni fundarins verða almenn aðalfundarstörf og kynning á samstarfi foreldrafélagsins og stjórnenda skólans fyrir veturinn.

Foreldrafélagið er vettvangur foreldra til að kynnast og taka virkan þátt í menntun og starfi barna sinna og mikilvægt að foreldrar séu virkir í því starfi svo að það takist sem best

Mikilvægt er að einn fulltrúi frá hverju heimili mæti á aðalfundinn og hlökkum við til að sjá ykkur sem flest,

Kaffi og með því á fundinum … og við hættum á slaginu 21:00