Aðalfundur foreldrafélags Naustaskóla

Kæru foreldrar,

Nú er komið að því að halda árlegan aðalfund foreldrafélags skólans. Hann verður haldinn fimmtudaginn 5. október kl. 20:00 – 21:00 í sal skólans og verður bæði byrjað og stoppað á réttum tíma.
Í upphafi fundar mun Eyrún Kristína Gunnarsdóttir, sálfræðingur vera með erindi um kvíða barna og bjargráð við honum.
Að erindi hennar loknu munu fara fram almenn aðalfundarstörf
Foreldrafélagið er vettvangur foreldra til að kynnast og taka virkan þátt í menntun og starfi barna sinna og mikilvægt að foreldrar séu virkir í því starfi svo að það takist sem best :)
Gert er ráð fyrir að einn fulltrúi frá hverju heimili mæti á aðalfundinn og hlökkum við til að sjá ykkur sem flest.
Kaffi og með því á fundinum … og við hættum á slaginu 21:00 :)

Stjórnin